Southampton 0-1 West Ham
0-1 Sebastian Haller(37′)
Síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka en þar áttust við West Ham og Southampton.
Leikið var á heimavelli Southampton, St Mary’s, en það var heimaliðið sem þurfti að sætta sig við tap.
Leikurinn var langt frá því að vera skemmtilegur en eina markið gerði Sebastian Haller fyrir West Ham.
Þetta var fyrsta mark Haller í níu leikjum og tryggði hann gestunum mikilvæg þrjú stig.