Arsenal leitar sér að framtíðarstjóra en Freddie Ljungberg er að stýra liðinu tímabundið, hann tók við eftir að Unai Emery var rekinn.
Arsenal virðist ekki vita hver stefnan er, mörg nöfn eru á blaði en Brendan Rodgers vildi ekki starfið og framlengdi við Leicester.
Carlo Ancelotti og Mikel Arteta eru mikið orðaðir við starfið, Arteta sem er aðstoðarþjálfari City vill fá starfið.
Patrick Vieira, fyrrum fyrirliði Arsenal og þjálfari Nice er sagður koma til greina en hann hefði áhuga á starfinu.
10 manna listi:
1. Carlo Ancelotti
2. Mikel Arteta
3. Max Allegri
4. Patrick Vieira
5. Thomas Tuchel
6. Rafa Benitez
7. Marcelino
8. Nuno Espirito Santo
9. Mauricio Pochettino
10. Paulo Sousa