Ef marka má ensk blöð í dag vill Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United reyna að styrkja lið sitt nú í janúar. Hópurinn er þunnskipaður á miðsvæðinu og í framlínunni.
Þannig er sagt að Ole Gunnar, setji mikla áherslu á það að United festi kaup á Erling Braut-Haaland, 19 ára framherja Red Bull Salzburg. Sá norski, hefur slegið í gegn í Austurríki.
Solskjær vill fá að vinna aftur mað Haaland en þeir unnu saman hjá Molde í Noregi, sagt er að Haaland sé með klásúlu upp á 17 milljónir punda. Ljóst er að öll stærstu félög Evrópu, munu reyna að nýta sér hana.
Saul Niguez miðjumaður Atletico Madrid er sagður vera leikmaður sem Solskjær vill fá og Donny van de Beek miðjumaður Ajax er einnig sagður á lista. Ensk blöð segja United meðvitað um það að Paul Pogba, fari frá félaginu. Hann vill fara til Juventus eða Real Madrid.
Svona gæti draumalið Solskjær, litið út í upphafi næstu leiktíðar.