Chelsea ætlar sér að taka upp veskið í janúar, félagið mátti ekki kaupa leikmenn í sumar og hefur því talsvert fjármagn.
Talað er um að Lampard hafi um og yfir 100 milljónir punda til að kaupa þá leikmenn sem hann vill.
Nú segja ensk blöð að Wilfried Zaha, kantmaður Crystal Palace sé maður sem Lampard vill kaupa. Hann vill burt frá Palace.
Zaha var pirraður í sumar þegar hann fékk ekki að fara til Everton, hann vildi fara en Arsenal vildi ekki borga verðmiðann sem Palace setti.
Zaha hefur verið einn allra öflugasti leikmaður deildarinnar síðustu ár, hann lék áður með Manchester United en fann sig ekki þar.