Kórdrengir kynna til leiks Loïc M’Bang Ondo og Gunnlaug Fannar Guðmundsson Loïc eða Ondo eins og hann er oftast kallaður á um 200 meistaraflokksleiki að baki og þá flesta í efstu og næstefstu deild. Hann hefur spilað með Grindavík, BÍ, Fjarðarbyggð, Gróttu og nú síðast Aftureldingu.
Ondo er stór og sterkur varnarmaður með mikla reynslu og kemur hann til með að styrkja okkur mikið fyrir komandi átök!
Gunnlaugur Fannar eða Gulli á um 140 leiki að baki í efstu og næstefstu deild og hefur hann einnig spilað leiki með yngri landsliðum Íslands. Gunnlaugur hefur spilað með Haukum og Víking R.
,,Gunnlaugur er gríðarlega hraður og sterkur varnarmaður, munu hann og Ondo mynda sterkt teymi ásamt þeim flottu leikmönnum sem fyrir eru,“ segir á Facebook síðu Kórdrengja.