Lionel Messi var í gær valinn besti leikmaður ársins á verðlaunahátíðinni Ballon d’Or. Það var sterklega búist við því að Messi myndi vinna verðlaunin en hann átti frábært ár.
Messi fékk Gullknöttinn afhent í París, hann var að vinna þau í sjötta sinn á ferlinum. Virgil van DIjk endaði í öðru sæti en Cristiano Ronaldo, sem hefur unnið verðlaunin fimm sinnum, lenti í þriðja sæti.
Þegar Van Dijk var í viðtali eftir verðlaunin, þá fór hann að grínast. ,,Var Cristiano með í þessari baráttu?,“ sagði Van Dijk og augljóst var, að hann var að grínast.
Piers Morgan, sjónvarsmaður í Englandi hjólaði í Van Dijk. ,,Cristiano er miklu merkilegri leikmaður en þú, þú ert ekki í hans deild,“ skrifaði Morgan á Twitter um svar Van Dijk.
Hollenski varnarmaðurinn hjá Liverpool ákvað að svara Morgan. ,,Hæ Piers, ef þú værir ekki að hoppa á einhverja samfélagsmiðla lest og hefðir hlustað á allt viðtalið, þá hefðir þú áttað þig á því að þetta var grín. Bar mikla virðingu fyrir Ronaldo og Messi.“