Mauricio Pochettino, vill verða næsti knattspyrnustjóri Manchester United. Þetta fullyrðir staðarblaðið í Manchester.
Manchester Evening News segir að Pochettino vilji fá starfið á Old Trafford, hann var rekinn fyrir tveimur vikum frá Tottenham.
Ole Gunnar Solskjær er valtur í sessi eftir slakt gengi á þessu tímabili, Pochettino hefur lengi verið á blaði félagsins.
Sagt er að Pochettino tapi stórum fjárhæðum að taka við stórliði á Englandi á þessu tímabili, um er að ræða klásúlu í starfslokasamningi hans við Tottenham.
Pochettino er í Argentínu þessa stundina, þar er hann að safna kröftum en kallið frá Old Trafford gæti komið innan tíðar.