Ole Gunnar Solskjær, komst ekki inn á æfingasvæði félagsins í morgun en mikið frost var í Manchester í nótt. Það er krísa hjá Manchester United, slakt gengi undir stjórn Solskjær veldur áhyggjum.
Ekki er talið líklegt að Solskjær missi starfið í bráð en stuðningsmenn félagsins kalla þó margir eftir því.
Ef Solskjær yrði hins vegar sparkað út í dag er líklegast að Mauricio Pochettino taki starfið. Hann hefur lengi verið orðaður við United.
Max Allegri og Brendan Rodgers eru svo á eftir Pochettinho í röðinni. Michael Carrick kæmi einnig til greina samkvæmt erlendum veðbönkum.
Hér að neðan má sjá þá sem koma til greina.