Ole Gunnar Solskjær, komst ekki inn á æfingasvæði félagsins í morgun en mikið frost var í Manchester í nótt. Það er krísa hjá Manchester United, slakt gengi undir stjórn Solskjær veldur áhyggjum.
Þegar Solskjær ætlaði að mæta á æfingasvæðið í dag var hliðið lokað, ekki var hægt að opna það. Það var frosið saman, og þurfti að kalla á viðgerðamann.
Solskjær beið fyrir utan æfingasvæðið á meðan verið var að skera á lásinn til að opna hliðið en fimm stiga frost var í Manchester í morgun.
Solskjær og félagar mæta Tottenham á miðvikudag en þar mætir Jose Mourinho, gamli stjóri félagsins á Old Trafford.
Ekki er talið líklegt að Solskjær missi starfið í bráð en stuðningsmenn félagsins kalla þó margir eftir því.