Pep Guardiola, stjóri Manchester City var ekki glaður með spurningar fréttamanna í dag, eftir að ljóst var að Ederson yrði ekki í marki liðsins gegn Liverpool á sunnudag.
Guardiola taldi að fréttamenn væru með óvirðingu í garð Claduio Bravo, sem standa mun í markinu.
Bravo er landsliðsmarkvörður Síle en Guardiola missti trú á honum á sínu fyrsta tímabili, og fékk Ederson.
,,Ég hef trú á mínum leikmanni, ég sá hann æfa alla daga,“ sagði Guardiola
,,Ef við töpum leiknum verður það eki út af Claudio. Rauða spjald hans gegn Inter, var vegna mistaka í okkar leik en ekki hans.“
,,Berið virðingu fyrir honum, hann hefur unnið titla með félagsliði og landsliði.“