Svo gæti farið að Chelsea geti keypt leikmenn í janúar en félagið hefur áfrýjað, félagaskiptabanninu sem á að standa til næsta sumar.
Sagt er að Frank Lampard fái um 150 milljónir punda til leikmannakaupa, verði banninu aflétt.
Hann vill nota þá fjármuni til að fá Wilfried Zaha, Ben Chilwell og Timo Werner ef marka má ensk blöð.
Zaha vill fara frá Crystal Palace og Lampard vill vinstri bakvörð, þar væri Chilwell frábær kostur.
Werner væri svo góð viðbót við framínu félagsins en Olivier Giroud vill fara og þá er Tammy Abraham einmana.
Svona gæti liðið hans Lampard orðið í janúar.