fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
433Sport

Liverpool hafnaði hótelinu sem FIFA lagði til í Katar: Mannréttindabrot við bygginu þess

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. nóvember 2019 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool fer í næsta mánuði til Katar þar sem félagið tekur þátt í Heimsmeistarakeppni félagsliða. Liverpool vann sér þáttökurétt þar með því að vinna Meistaradeildina.

Liverpool hefur síðan þá skipulagt ferðalag sitt til landsins en um er að ræða fyrstu heimsókn Liverpool, til Katar.

FIFA og UEFA sem skipuleggja mótið höfðu tekið frá hótel fyrir Liverpool. Liverpool bauðst að gista á Marsa Malaz Kempinski, sem er fimm stjörnu hótel á eyjunni, Pearl-Katar.

Þegar Liverpool fór að skoða hótelið, kom í ljós að starfsmenn við byggingu hótelsins unnu við óviðunandi aðstæður. Starfsmenn voru í raun í lífshættu við að byggja hótelið og fengu laun undir því sem löglegt er.

Þetta varð til þess að Liverpool hafnaði því að dvelja á þessu hóteli og fann sér annað. Liverpool er með regluverk sem félagið reynir að fara eftir í einu og öllu. Eitt af því er að styðja ekki við mannréttindabrot og hefur Liverpool fundið sér nýtt hótel í Katar. Þar á allt að hafi verið í lagi við byggingu hótelsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rashford sagður öskuillur yfir þessu útspili Manchester United

Rashford sagður öskuillur yfir þessu útspili Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta spurður að því hvort hann ætli að bregðast við áfallinu á leikmannamarkaðnum

Arteta spurður að því hvort hann ætli að bregðast við áfallinu á leikmannamarkaðnum
433Sport
Í gær

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu
433Sport
Í gær

Þungt högg fyrir Arsenal

Þungt högg fyrir Arsenal
433Sport
Í gær

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford
433Sport
Í gær

Tveir til viðbótar settir á sölulista hjá United

Tveir til viðbótar settir á sölulista hjá United