Arsenal hefur ákveðið að reka Unai Emery úr starfi sem knattspyrnustjóra félagsins. Þetta var staðfest rétt í þessu.
Arsenal hefur spilað illa síðustu vikur. Gengi liðsins síðustu vikur er það versta frá 1992. Arsenal hefur ekki unnið í síðustu sjö leikjum en liðið tapaði gegn Frankfurt í Evrópudeildinni í gær.
Liðið heimsækir Norwich á sunnudag í leik sem liðið ætti á eðlilegum degi að vinna. Freddie Ljungberg muni stýra liðinu þar.
Veðbankar teljast líklegastir að Nuno Espirito Santo taki við Arsenal, hann hefur gert frábæra hluti með WOlves.
Mauricio Pochettino sem var rekinn frá Tottenham í síðustu viku kemur þar á eftir en Carlo Ancelotti og Mikel Arteta eru einnig taldir líklegir.
Líklegastir til að taka við í röð:
Nuno Espirito Santo
Mauricio Pochettino
Carlo Ancelotti
Mikel Arteta
Massimiliano Allegri
Rafa Benitez
Brendan Rodgers
Eddie Howe
Patrick Vieira