Markvörðurinn Gunnar Nielsen hefur nokkuð óvænt skrifað undir nýjan samning við lið FH.
Þetta staðfesti félagið í kvöld en Gunnar spilaði lítið í sumar og var mikið á varamannabekknum.
Hann byrjaði tímabilið sem aðalmarkvörður FH en eftir meiðsli vann hann ekki sætið sitt til baka.
Búist var við að hann myndi leita annað fyrir næsta tímabil en það reyndist ekki rétt.
Gunnar skrifaði undir samning til ársins 2021 og er því samningsbundinn næstu tvö árin.