Manchester United ætlar að leggja allt kapp á það að fá Erling Haaland, framherja Red Bull Salzubrg í janúar. Þetta fullyrðir Times.
Þessi 19 ára framherji hefur skorað 26 mörk í 18 leikjum, Liverpool, Real Madrid og Barcelona hafa skoðað framherjann.
Haaland er 19 ára gamall og er frá Noregi, hann hefur starfað með Ole Gunnar Solskjær hjá Molde. Þar fékk þetta undrabarn sitt fyrsta tækifæri.
United ætlar að reyna að festa kaup á Haaland í janúar og segir Times að hann muni kosta um 60 milljónir punda.
Solskjær telur sig geta sannfært Haaland um að koma til félagsins í janúar en hann hefur vakið mikla athygli.