Manchester City varð í gær verðmætasta félag í heimi, eftir að fjárfestingarfélag frá Bandaríkjunum keypti 10 prósenta hlut í félaginu.
Fjárfestingarfélagið borgaði 389 milljónir punda fyrir 10 prósent, heildarverðmæti City er því nálægt 4 milljörðum.
City hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum frá því að, Sheikh Mansour keypti City fyrir ellefu árum.
Silver Lake, fjárfestingarfélagið keypti hlutinn. Miðað við kaupverðið er City nú verðmætara en Real Madrid, Barcelona og Manchester United sem hafa verið verðmætustu félög í heimi.
City er undir stjórn Pep Guardiola en Mansour hefur dælt peningum inn í félagið síðustu ár.