Unai Emery stjóri Arsenal er valtur í sessi, félagið skoðar að reka hann en stuðningsmenn félagsins kalla eftir því að hann verði rekinn.
Emery hefur stýrt Arsenal í eitt og hálft ár en hann hefur ekki náð að heilla stuðningsmennina.
2-2 jafntefli gegn Southampton um helgina, hefur sett mikla pressu á Emery og stuðningsmenn félagisns hafa verið dónalegir á samfélagsmiðlum.
Sökum þess hefur Emery ákveðið að hætta við að mæta í háskóla í London á föstudag, hann átti að halda fyrirlestur fyrir krakka sem eru í University Campus of Football Business. Ráðstefnan átti að fara fram á Wembley.
Emery vill ekki mæta þangað sökum þess að hann hefur mátt þola mikið skítkast.