Jamie Carragher og Gary Neville fengu erfitt verkefni í þættinum Monday Night Football í gær. Þar voru tvímenningarnir beðnir um að velja besta lið áratugarins í ensku úrvalsdeildinni.
Ljóst er að margir frábærir leikmenn koma til greina en frá árinu 2009 hafa stórstjörnur spilað á Englandi. Lið þeirra félaga er ansi svipað en þeir eru þó ekki sammála þegar kom að öllum leikmönnum.
Luis Suarez fær til að mynda pláss hjá Neville á meðan Gareth Bale er í liði Carragher.
John Terry, fyrirliði Chelsea var ekki í liðinu og það vakti athygli. Hann er sjálfur ekki sáttur ef marka má ummæli hans, á Instagram síðu Carragher. ,,Vann deildina 09/10, 14/15 og spilaði þar allar mínútur, einn af fimm í sögunni. Vann deildina líka 16/17,“ skrifar Terry.
Liðin hjá Carragher og Neville má sjá hér að neðan.