Samkvæmt fréttum á Ítalíu ætlar Róma nú að setja fullan kraft í það kaupa Chris Smalling, frá Manchester United.
Smalling er á láni hjá Roma og hefur slegið í gegn á fyrstu mánuðum, félagið hefur gert tilboð í Smalling sem var hafnað.
Nú er sagt að Roma ætli að hækka tilboðið sitt en Tiziano Pasquali, sem kom Smalling á láni til Roma er mættur á skrifstofu félagsins. Þar er reynt að teikna upp plan til að kaupa Smalling.
Sagt er að Roma ætli að reyna að bjóða 13 milljónir punda en ekki er víst að United taki því.
Smalling er með samning til 2022 við United og hefur vakið athygli enda hafði Ole Gunnar Solskjær, ekki áhuga á að nota hann hjá Manchester United.
Smalling hefur spilað 323 leiki fyrir United en hann kom frá Fulham árið 2010.