fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
433Sport

Smalling æði á Ítalíu: Roma reynir að kaupa hann frá Manchester

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt fréttum á Ítalíu ætlar Róma nú að setja fullan kraft í það kaupa Chris Smalling, frá Manchester United.

Smalling er á láni hjá Roma og hefur slegið í gegn á fyrstu mánuðum, félagið hefur gert tilboð í Smalling sem var hafnað.

Nú er sagt að Roma ætli að hækka tilboðið sitt en Tiziano Pasquali, sem kom Smalling á láni til Roma er mættur á skrifstofu félagsins. Þar er reynt að teikna upp plan til að kaupa Smalling.

Sagt er að Roma ætli að reyna að bjóða 13 milljónir punda en ekki er víst að United taki því.

Smalling er með samning til 2022 við United og hefur vakið athygli enda hafði Ole Gunnar Solskjær, ekki áhuga á að nota hann hjá Manchester United.

Smalling hefur spilað 323 leiki fyrir United en hann kom frá Fulham árið 2010.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim hundfúll með frammistöðuna í fyrri hálfleik

Amorim hundfúll með frammistöðuna í fyrri hálfleik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hákon fagnaði að hætti Ronaldo – Sjáðu myndbandið

Hákon fagnaði að hætti Ronaldo – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fékk óvænt símtal er hann var í klippingu: ,,Gerði mikið fyrir mig“

Fékk óvænt símtal er hann var í klippingu: ,,Gerði mikið fyrir mig“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Átti Everton að fá vítaspyrnu í blálokin? – Sjáðu atvikið umtalaða

Átti Everton að fá vítaspyrnu í blálokin? – Sjáðu atvikið umtalaða
433Sport
Í gær

Amorim hreinskilinn á blaðamannafundi: ,,Líður eins og við séum ekki að bæta okkur“

Amorim hreinskilinn á blaðamannafundi: ,,Líður eins og við séum ekki að bæta okkur“
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að unglingarnir gætu fengið tækifæri – Hefur ekkert rætt við Merino

Arteta viðurkennir að unglingarnir gætu fengið tækifæri – Hefur ekkert rætt við Merino