fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
433Sport

Sjáðu gæsahúðar góðverk Van Dijk og Liverpool: Þroskaskertur maður upplifði draum sinn

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virgil van Dijk og Liverpool gerðu heldur betur fallegt góðverk á dögunum, þegar hollenski varnarmaðurinn heimsótti David í vinnuna.

David hefur stutt Liverpool alla sína ævi og er hans helsta áhugamál, hann vinnur mikið til að hafa efni á því að mæta á alla leiki liðsins.

Van Dijk og Liverpool fengu bréf frá bróður David um sögu hans. Þannig er mál með vexti að í æsku varð David fyrir veikindum sem hafa hrjáð hann alla tíð, hann fékk ekki nægt súrefni sem hafði áhrif á þroska hans.

Van Dijk heimsótti David í vinnuna og fór með hann á æfingasvæði félagsins, Liverpool mun svo borga fyrir allar ferðir David á útileiki félagsins. Að auki var David og Ian bróðir hans, boðið á leik um jólin þar sem þeir fá bestu sætin á vellinum.

Myndband af þessu má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eggert Gunnþór skrifar undir nýjan samning

Eggert Gunnþór skrifar undir nýjan samning
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Logi Hrafn samdi í Króatíu

Logi Hrafn samdi í Króatíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þessi tíu eru tilnefnd til íþróttamanns ársins – Fjögur úr fótboltanum

Þessi tíu eru tilnefnd til íþróttamanns ársins – Fjögur úr fótboltanum
433Sport
Í gær

Ekki rétt að Chelsea vilji losa Disasi

Ekki rétt að Chelsea vilji losa Disasi
433Sport
Í gær

Átti í engum erfiðleikum með að hafna Liverpool í sumar

Átti í engum erfiðleikum með að hafna Liverpool í sumar