Jurgen Klopp, stjóri Liverpool verður ekki á svæðinu þegar lið hans mætir Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins. Ástæðan er sú að degi síðar á liðið leik í HM félagsliða, sá leikur er í Katar. Liverpool vildi spila leikinn í janúar en þetta var lausnin sem var í boði. Því mætir Klopp ekki á Villa Park.
Ungir leikmenn Liverpool munu taka að sér verkefnið í deildarbikarnum, þeir hafa fengið tækifærin þarna hingað til Deildarbikarinn er keppni sem stóru liðin, nota oftast til að spila á minni spámönnum.
Natalie Sawyer, íþróttafréttakona í Bretlandi segir að þessi ákvörðun Klopp sé í raun síðasti naglinn í kistu deildarbikarins. Ljóst sé að öllum sé sama um þessa keppni, þegar kemur að stóru liðunum.
,,Ég er svekkt með það að Jurgen Klopp verður ekki á hliðarlínunni í átta liða úrslitum deildarbikarsins gegn Aston Villa,“ skrifar Sawyer.
,,Eru þið sammála mér um að þetta sé síðasti naglinn í kistuna á þessari keppni?,“ skrifar Sawyer en leikirnir fara fram um miðjan desember.
I’m disappointed that Jurgen Klopp won’t be in the dug out for the @Carabao_Cup quarter final with @AVFCOfficial. Do you agree with me that this is the final nail in the competition’s coffin? @talkSPORT
— Natalie Sawyer (@nataliesawyer) November 26, 2019