Manchester United nálgast það að gera stærsta samning í sögu knattspyrnufélags, um er að ræða samning er varðar auglýsingu framan á treyju félagsins.
Þrátt fyrir slæmt gengi innan vallar er United áfram eitt verðmætasta félag í heimi, félagið á marga stuðningsmenn.
Forráðamenn United hafa síðustu daga fundað stíft með Haier Group sem á meðal annars Hoover sem er stórt fyrirtæki þegar kemur að heimilisþrifum.
Um er að ræða fyrirtæki í eigu Kínverja en fyrirtækið keypti Candy í ár, sem á árum áður var þekkt raftækjamerki. Fyrir það var borgað 405 milljónir punda.
Ensk blöð segja að Haier Group muni greiða United, 70 milljónir punda á ári sem er hækkun frá samningum við Chevrolet.
Chevrolet hefur greitt United um 64 milljónir punda á ári en eigendur Haier Group hafa fundað á skrifstofu United, í London.