Jose Mourinho, stjóri Tottenham hefur alltaf viljað fara mikinn á leikmannamarkaðnum í starfi. Hjá Tottenham gæti það orðið erfiðara. Tveir stórir miðlar fullyrða hins vegar að hann muni reyna að fá Gareth Bale.
Bale er í vandræðum hjá Real Madrid eftir að hafa haldið á umdeildum borða í vikunni. ,,Wales, golf og Madrid,“ stóð á borðanum sem Bale, kantmaður Real Madrid og Wales hélt á í fyrradag. Óhætt er að segja að viðbrögðin á Spáni, láti ekki á sér standa. Bale hélt á borðanum eftir að Wales tryggði sig inn á Evrópumótið í gær, kantmaðurinn er illa liðinn í Madríd.
Zinedine Zidane hefur viljað losna við Bale frá liðinu en ekki tekist það, hann segir leikmanninn elska Wales og golf meira en að spila fyrir Real Madrid. Stuðningsmenn Wales sáu leik á borði og gerðu borðann fyrir leikinn gegn Ungverjalandi í gær, kantmaðurinn hafði gaman af. Hann fékk borðann að láni eftir leik og var í miklu stuði.
Stærsta íþróttablað Spánar, Marca gefur þessum kantmanni Real Madrid á baukinn í dag. ,,Virðingaleysi, rangt og óþakklátur,“ segir á forsíðu blaðsins.
AS og WalesOnline segia að Mourinho viti af vandamálum Bale í Madríd og vilji fá hann aftur til Tottenham, þar sem kantmaðurinn er í guðatölu.