Tottenham á Englandi hefur staðfest það að Jose Mourinho sé nýr stjóri félagsins. Mourinho hefur verið án félagsins síðan í desember í fyrra en hann var þá rekinn frá Manchester United.
Hann hefur verið orðaður við starfið síðustu mánuði en Mauricio Pochettino var rekinn í gær. Pochettino starfaði hjá Tottenham í heil fimm ár en nú tekur nýr kafli við hjá félaginu. ,,Í Jose þá erum við með einn sigursælasta þjálfara knattspyrnunnar. Hann er með mikla reynslu og getur hvatt lið áfram,“ sagði Daniel Levy, eigandi liðsins í morgun.
Fyrsti leikur Mourinho verður á laugardag þegar Tottenham heimsækir West Ham, í fyrsta leik helgarinnar.
Margir verða spenntir að sjá byrjunarlið Mourinho en Eric Dier ætti að vera hans maður, Dier var maður sem Mourinho reyndi að kaupa til Manchester United.
Hér að neðan er líklegt byrjunarlið Mourinho á laugardag.