Tottenham á Englandi hefur staðfest það að Jose Mourinho sé nýr stjóri félagsins. Mourinho hefur verið án félagsins síðan í desember í fyrra en hann var þá rekinn frá Manchester United.
Hann hefur verið orðaður við starfið síðustu mánuði en Mauricio Pochettino var rekinn í gær. Pochettino starfaði hjá Tottenham í heil fimm ár en nú tekur nýr kafli við hjá félaginu. ,,Í Jose þá erum við með einn sigursælasta þjálfara knattspyrnunnar. Hann er með mikla reynslu og getur hvatt lið áfram,“ sagði Daniel Levy, eigandi liðsins í morgun.
Ensk blöð segja að um þrjár vikur séu síðan að Daniel Levy ákvað að það þyrfti að reka Pochettino, hann hefur unnið að því.
Daily Mail fullyrðir að Brendan Rodgers hafi verið fyrsti kostur í starfið, Leicester hafði ekki áhuga að missa Rodgers.
Síðan þá hefur Levy rætt við Mourinho sem skrifaði undir í gærkvöldi, Pochettino hreinsaði borðið sitt í gær og Mourinho var mættur í morgun til starfa.