Mario Balotelli, framherji Brescia og fyrrum framherji Manchester City er ólátabelgur og er þekktur sem slíkur.
Balotelli hefur farið víða á ferlinum en hjá Manchester City, var hann vinsæll á meðal leikmanna.
Micah Richards, rifjar það upp hvernig Balotelli hélt sektarsjóði félagsins á floti. Framherjinn var alltaf of seinn.
,,Við gáfum alltaf peninga til góðgerðarmála, þeir peningar sem komu í gegnum sektarsjóðinn fóru í góð mál. Í kringum jólin voru þetta alltaf 100 til 150 þúsund pund, allt frá Balotelli. Hann var alltaf of seinn,“ sagði Richards.
,,Hann var mættur á svæðið, en það var kannski fundur uppi en hann sat bara niðri slakur. Hann kom upp og var alltaf slakur.“
Richards sá um að innheimta skuldirnar en Vincent Kompany, þá fyrirliði City lét hann fá það hlutverk.