Íslenska landsliðið er að leika sinn síðasta landsleik á þessu ári, um er að ræða lokaleik í undankeppni EM. Ísland fer í umspil um laust sæti á Evrópumótinu, þeir leikir fara fram í lok mars á næsta ári.
Ísland er að vinna 0-1 sigur í hálfleik en það var Birkir Bjarnason sem skoraði huggulegt mark eftir undirbúning frá Mikael Neville Anderson.
Kolbeinn Sigþórsson fór síðan meiddur af velli, vond tíðindi fyrir þennan seinheppna framherja.
Eins og venjulega er þjóðin dugleg að tjá sig yfir leiknum og hér að neðan má sjá umræðu af Twitter.
Djöfull sem þessir framherjar okkar geta verið óheppnir með meiðsli. Ótrúlegur andskoti!
— Rikki G (@RikkiGje) November 17, 2019
Var spenntur að sjá Mikael Anderson í byrjunarliðinu. Ekki svikinn þessar fyrstu mínútur. #TeamMikael
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) November 17, 2019
Þessi moldóvski kvennakór fór bara vel með Lofsönginn. Er ekki hægt að panta hann í gigg á 17.júní? #fotbolti
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) November 17, 2019
Huggulegt, Mikael! Ekki síðri klársla hjá Birki sem virðist ekkert þurfa að spila fótbolta af einhverju viti til að vera rosa góður í honum.
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) November 17, 2019
Jahá! Kynæsandi knattspyrna #fotboltinet
— Árni Jóhannsson (@arnijo) November 17, 2019
Ótrúlega vel gert hjá kórnum á landsleiknum í Móldóvíu að syngja, ekki bara þetta erfiða lag heldur líka á íslensku og það blaðalaust. Virðing 👏
— ragnheiður linnet (@ragnhei_ur) November 17, 2019
Moldóvar að vikingaklappa okkur niður í Niflheim
— Hawk Football Artist (@hawk_attacks) November 17, 2019
Forseti Íslands mun fyrirskipa þjóðarsorg á morgun. Alfreð, Jói Berg og Kolbeinn meiddir. Það er nægt tilefni. #fotbolti #Mdaisl
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) November 17, 2019