Manchester United vonast til þess að Paul Pogba reimi a sig takkaskó í byrjun desember. Miðjumaðurinn hefur ekki spilað í fleiri vikur, vegna ökklameiðsla.
Pogba hefur verið í gipsi síðustu vikur til að reyna að fá bót meina sinna. Gipsið var skorið af í Amsterdam í vikunni.
Pogba vonast til þess að snúa aftur þann 7 desember þegar Manchester United heimsækir Manchester City, grannaslagur af bestu gerð.
Pogba hefur æft í Dubai og á æfingasvæði félagsins síðustu vikur til að reyna að halda sér í formi.
Luke Shaw fer einnig að snúa aftur en mikil meiðsli hafa herjað á lærisveina Ole Gunnar Solskjær á þessu tímabili.