Bernardo Silva framherji Manchester City hefur verið dæmdur í eins leiks bann og fær væna sekt.
Bernardo fær 50 þúsund pund í sekt en hann er sakaður um rasisma í garð liðsfélaga síns, Benjamin Mendy.
Enska knattspyrnusambandið segir Silva hafa niðurlægt Mendy á rasískan hátt, með því að birta mynd af honum og dökkri fígúru hans við hlið.
Silva á einnig að sitja námskeið þar sem farið verður yfir lífsins reglur með honum.
Silva og Mendy eru miklir vinir og bakvörður liðsins tók færslu Silva á Twitter ekki illa.