fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
433Sport

Aron berst nú við krabbamein eftir alvarlegt bílslys í sumar: Var í 10 daga á gjörgæslu – „Vil þakka ómetanlegan stuðning“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 22:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn, Aron Sigurvinsson hefur greint frá því að hann berjist nú við krabbameini. Þessi veikindi Arons komu í ljós eftir að hann lenti í alvarlegu bílslysi. Sagt var frá slysinu í sumar.

Þann 5.ágúst lenti gæðablóðið Aron í alvarlegu bílslysi við Rauðhóla. Hann var í tíu daga á gjörgæslu en hefur verið á batavegi. Aron spilaði með Elliða árið 2018 og þar áður með 2. flokki Fylkis. Í fyrra spilaði hann með Fjarðabyggð og Huginn í 2. deildinni. Í byrjun sumars spilaði hann einn leik með Hetti/Huginn í 3. deildinni.

Aron er með krabbamein í hálsi en það kom í ljós eftir hálsbrot í bílslysinu. ,,Ég greindist með krabbamein sem fannst í rannsóknum á hálsbrotunum í bílslysinu og er ég núna að fara byrja í meðferð gegn því,“ skrifar Aron á Instagram.

Aron er brattur fyrir komandi slagi. ,,Ég mun tækla þetta verkefni eins og ég er að tækla slysið, vil þakka öllum fyrir ómetanlegan stuðning síðustu mánuði“

Aron er fæddur árið 1998 og er því 21 árs gamall, við sendum honum baráttukveðjur í þessu verkefni sem bíður hans. Hann hefur verið í endurhæfingu á Grensás en landsliðsmennirnir, Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason hemimsóttu hann á dögunum.

Gylfi og Alfreð heimsóttu Grensás í gær: Aron sem var í tíu daga á gjörgæslu í skýunum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðurkennir að leikmenn séu stressaðir í kringum goðsögnina – ,,Með orku sem enginn annar er með“

Viðurkennir að leikmenn séu stressaðir í kringum goðsögnina – ,,Með orku sem enginn annar er með“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

England: Haaland missteig sig á punktinum og jafntefli niðurstaðan

England: Haaland missteig sig á punktinum og jafntefli niðurstaðan
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem vakti heimsathygli: Stórstjarnan hálfnakin í 20 gráðu frosti – Fjölskyldan vildi ekki taka þátt

Sjáðu myndbandið sem vakti heimsathygli: Stórstjarnan hálfnakin í 20 gráðu frosti – Fjölskyldan vildi ekki taka þátt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola virkar áhyggjufullur fyrir leikinn í dag – ,,Ekki fullkominn andstæðingur“

Guardiola virkar áhyggjufullur fyrir leikinn í dag – ,,Ekki fullkominn andstæðingur“
433Sport
Í gær

Þetta eru 50 stærstu nágrannaslagir heims

Þetta eru 50 stærstu nágrannaslagir heims
433Sport
Í gær

Sævar: „Á tvo lélega mánuði þar sem ég brenn eiginlega út“

Sævar: „Á tvo lélega mánuði þar sem ég brenn eiginlega út“
433Sport
Í gær

Gummi Ben telur Íslendinga geta grætt mikið á þessu – „Við höfum ekki ennþá komist á þennan stað“

Gummi Ben telur Íslendinga geta grætt mikið á þessu – „Við höfum ekki ennþá komist á þennan stað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stuðningsmönnum United brugðið er Rashford brá óvænt fyrir – Mynd

Stuðningsmönnum United brugðið er Rashford brá óvænt fyrir – Mynd