Því var haldið fram í Dr. Football, hlaðvarpsþættinum í dag að Brandur Olsen, miðjumaður FH væri að ganga í raðir liðs í Danmörku. Ekkert lið var nefnt á nafn.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH veit ekki til þess að Brandur sé að ganga í raðir lið í Danmörku. ,,Hann er samningsbundinn okkur út næsta ár og það er ekkert tilboð á okkar borði,“ sagði Ólafur við 433.is í dag.
Brandur er í Færeyjum þessa stundina en hann undirbýr sig fyrir landsleiki um komandi helgi. ,,Ég talaði við hann í síðustu viku og þá var ekkert komið á hreint, hann var bara spenntur fyrir því að snúa aftur hingað og hefja æfingar með FH.“
Brandur er 23 ára sóknarsinnaður miðjumaður, hann var gríðarlegt efni þegar hann kom upp hjá stórliði FCK, áður en hann gekk í raðir Randers. ,,Það hafa enginn tilboð komið, það var vitað þegar hann kom til Íslands á sínum tíma, að hann væri ekki að fara að spila hér alla tíð. Það var spurning hvort þetta yrði, eitt, tvö eða þrjú ár. Eins og staðan er í dag er hann áfram hérna en það getur breyst, eins og allt annað.“