Daniel James var bara lítill feitur strákur þegar hann var að hefja feril sinn sem knattspyrnumaður. Í dag er hann stórstjarna hjá Manchester United, James varð 22 ára gamall í gær.
James var hjá Swansea þangað til í sumar þegar Manchester United keypti hann frá Swansea, á 15 milljónir punda.
James hefur skorað þrjú mörk og lagt upp tvö mörk, hann er landsliðsmaður Wales. James er afar snöggur og hefur fengið stærra hlutverk hjá United, en flestir áttu von á.
,,Fyrst þegar ég sá hann, þá átti ég ekki von á því að hann væri snöggur. Mér fannst hann bara lítill feitur krakki, en hann var fyndinn,“ sagði Connor Roberts, fyrrum liðsfélagi hans hjá Swansea.
,,Hann var snöggur, það hefur hann alltaf haft. Við gerðum mikið grín að honum, að hann væri fljótasta feitabolla sem við höfðum séð.“
,,Á síðustu árum hefur vaxtarlag hans breyst, hann var með bumbu þegar hann kom fyrst inn hjá Swansea. Við áttum ekki von á þessum hraða.“