Ef marka má ensk blöð í dag hefur Jose Mourinnho, sett sér það markmið að stýra þriðja enska liðinu. Tæpt ár er síðan að Mourinho var rekinn frá Manchester United.
Hann vann Evrópudeildina með United en ensku deildina og bikarinn með Chelsea. Deildarbikarinn vann hann með bæði lið.
Ensk blöð segja að markmið Mourinho sé að vinna stóran titil með þremur enskum félögum. Hann hafnaði Lyon á dögunum og vill starf á Englandi.
Ensk blöð segja að Mourinho gæti komið til greina hjá Arsenal, félagið gæti rekið Emery innan tíðar. Mourinho þekkir deildina vel og gæti vel hugsað sér starfið á Emirtaes.
Mirror veltir þessum steinum og skoðar hvað Mourinho myndi gera, blaðið telur að hann myndi sækja Eric Bailly hjá Manchester United og Axel Witsel hjá Dortmund. Tveir stórir og sterkir.