Granit Xhaka hefur tjáð sig eftir eigin hegðun um helgina er Arsenal gerði 2-2 jafntefli við Crystal Palace. Xhaka sagði stuðningsmönnum að fara til fjandans áður en hann reif sig úr treyjunni á hliðarlínunni.
Margir kalla eftir því að fyrirliðabandið verði tekið af Xhaka sem hefur nú tjáð sig.
,,Eftir að hafa tekið smá tíma og hugsað um það sem gerðist á sunnudag þá vil ég gefa ykkur stutta útskýringu,“ sagði Xhaka.
,,Það sem gerðist yfir skiptingunni hafði stór áhrif á mig. Ég elska þetta félag og hef alltaf gefið mitt 100 prósent utan sem og innan vallar. Engin skilningur stuðningsmanna, endurtekið áreiti á leikjum og á samskiuptamiðlum undanfarnar vikur hafa sært mig verulega.“
Líklegt er að Xhaka verði settur í kuldann eftir atvikið en Arsenal vegnar betur án hans en með hann innan vallar.