Arsenal vonast til þess að selja Granit Xhaka, fyrrum fyrirliða félagsins í janúar. Ef marka má fréttir á Englandi.
Tvær vikur eru síðan að Xhaka sagði stuðningsmönnum Arsenal að fara til fjandans, þeir bauluðu á hann og hann varð reiður.
Búið er að svipta fyrirliðabandinu af Xhaka en atvikið átti sér stað í leik gegn Crystal Palace.
Arsenal er sagt meðvitað um það að Xhaka á ekki neina framtíð hjá félaginu og er félagið tilbúið að selja hann í janúar.
Sagt er að félög í Þýskalandi hafi áhuga á þessum snjalla miðjumanni sem er landsliðsmaður Sviss.