Manchester United hefur átt langan fund með Ralf Rangnick, fyrrum yfirmanni knattspyrnumála hjá RB Leipzig.
Rangnick er í dag stjórnarmaður hjá Red Bull liðunum í Þýskalandi og Austurríki. Hann sér um bæði félögin.
The Athletic segir að Ed Woodward hafi sent starfsmann sinn á fund með Rangnick, félagið hefur áhuga á að ráða hann sem yfirmann knattspyrnumála.
Flest félög hafa slíkan starfsmann sem sér um kaup á leikmönnum, það hefur United ekki gert. Rangnick gæti hentað vel í starfið en félagið hefur einnig rætt við Edwin van der Sar og Rio Ferdinand um starfið.
Woodward vill ráða mann inn á næstu mánuðum en margir eru orðnir pirraðir á því hversu langan tíma það tekur.