fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
433Sport

Ólafur Jóhannesson að taka við Stjörnunni – Mun stýra liðinu með Rúnari

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson mun klukkan 15:00 í dag verða ráðinn þjálfari Stjörnunnar, hann mun stýra liðinu ásamt Rúnari Páli Sigmundssyni í Pepsi Max-deild karla. Þetta herma öruggar heimildir 433.is

Rúnar Páll er á leið í sitt sjöunda tímabil sem þjálfari Stjörnunnar en Ólafur mun stýra skútunni með honum.

Ólafur lét af störfum sem þjálfari Vals í haust eftir fimm ára starf, félagið vildi ekki halda honum lengur og réð Heimi Guðjónsson í starfið.

Samkvæmt heimildum 433.is mun Ólafur stýra liðinu með Rúnari, aðstoðarmenn Rúnars frá síðustu leiktíð eru horfnir á braut. Það hefur opnað dyrnar fyrir Ólaf að stíga inn en Stjarnan endaði í fjórða sæti Pepsi Max-deildarinnar í ár, og missti af Evrópusæti.

Síðasta tímabil Ólafs með Val var ekki gott en hann vann fjóra titla á fyrstu fjórum árum sínum á Hlíðarenda, tvo bikarmeistaratitla og tvo Íslandsmeistaratitla.

Ólafur er einn öflugasti þjálfari í sögu Íslands og Rúnar hefur unnið frábært starf í Garðabæ, áhugavert verður að sjá hvernig samstarf þeirra mun virka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ratcliffe ætlar að reka 200 í viðbót hjá United og skilur ef fólk pirrar sig á því

Ratcliffe ætlar að reka 200 í viðbót hjá United og skilur ef fólk pirrar sig á því
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kóngurinn spurði Son út í ástandið hjá Tottenham – Virðist lítið fylgja með

Kóngurinn spurði Son út í ástandið hjá Tottenham – Virðist lítið fylgja með
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arne Slot og hans hundtrygga aðstoðarmanni var bannað að ræða við fréttamenn í gærkvöldi

Arne Slot og hans hundtrygga aðstoðarmanni var bannað að ræða við fréttamenn í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arnar uppljóstraði um atvik síðasta sumar þegar Gylfi Þór varð mjög reiður út í samherja sína – Gerðu þetta tveimur dögum fyrir leik

Arnar uppljóstraði um atvik síðasta sumar þegar Gylfi Þór varð mjög reiður út í samherja sína – Gerðu þetta tveimur dögum fyrir leik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áfall fyrir Chelsea – Jackson er meira meiddur en talið var í fyrstu og verður lengi frá

Áfall fyrir Chelsea – Jackson er meira meiddur en talið var í fyrstu og verður lengi frá
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segja að reksturinn hafi verið í rúst á Sauðárkróki en Kaupfélagið hafi bjargað málunum – Mikael vissi af aðila sem átti í vandræðum með að fá borgað

Segja að reksturinn hafi verið í rúst á Sauðárkróki en Kaupfélagið hafi bjargað málunum – Mikael vissi af aðila sem átti í vandræðum með að fá borgað
433Sport
Í gær

Fara fram á það að ungstirnið komi strax til London

Fara fram á það að ungstirnið komi strax til London
433Sport
Í gær

Fjölnir staðfestir að Gunnar taki við af Úlfi sem var rekinn

Fjölnir staðfestir að Gunnar taki við af Úlfi sem var rekinn