Ensk blöð fjalla um pirring í Alisson Becker vegna þess að hann hefur ekki haldið hreinu á þessu tímabili.
Sagt er að Alisson vilji að varnarmenn sínir séu með meiri einbeitingu. Alisson var magnaður á sínu fyrsta tímabili, hann hélt hreinu í 27 leikjum í fyrra.
Hann fékk á sig mark á 135 mínútna fresti á síðustu leiktíð en á þessu tímabili kemur mark á 98 mínútna fresti.
Allisson er líka að verja minna en á síðustu leiktíð og gerir mistök í öðrum hverjum leik, það er meira en áður.
Markvörðurinn meiddist í fyrsta leik tímabilsins og má vera að honum vanti að ná fullum bata, til að ná fyrri styrk.