Jurgen Klopp, stjóri Liverpool þvertekur fyrir það að Sadio Mane, stjarna Liverpool sé einhver dýfukóngur.
Umræða hefur skapast um það eftir að Pep Guardiola, stjóri Manchester City lét ummæli falla er það varðar. Mane fékk gult spjald fyrir dýfu gegn Aston Villa um helgina.
,,Sadio er ekki dýfari,“ sagði Klopp þegar hann var spurður út í ummæli Guardiola.
,,Ég heyrði ekki nafn Sadio, ég veit ekki af hverju hann vissi af atvikinu svo skömmu eftir leik hjá sér. Svona er fólk hjá öðrum félögum alltaf, Sadio er ekki dýfari.“
,,Gegn Villa þá var snerting, þetta var kannski ekki vítaspyrna en það var snerting. Hann er ekki að hoppa yfir menn og láta sig detta.“
,,Ég er viss um að Manchester City myndi vilja fá víti ef þeirra leikmaður væri í þessari stöðu. Ég er ekki í skapi til að ræða City lengur.“