Það er óhætt að segja að Chris Smalling hafi slegið í gegn á Ítalíu, Manchester United hafði ekki not fyrir hann og Smalling ákvað að skella sér á láni til Roma.
Smalling hefur spilað vel, fær mikið lof fyrir frammistöðu sína og honum líkar lífið vel í borginni.
,,Ég bjó á hóteli í mánuð, ég flutti svo á nýtt heimili í síðustu viku. Þetta er 700 ára gamalt hús, rétt fyrir borgini. Það er mikil nátúra, sem er mikilvægt fyrir hundana okkar,“ sagði Smalling.
,,Tengdamamma mín á húsbíl og hún kom keyrandi með hundana hingað. Ég kom heim 10 í gærkvöld og sá þá í fyrsta sinn í sex vikur, sá litli var pirraður út í mig en sá stóri var glaður að sjá mig.“
Smalling þurfti að breyta fataskápnum sínum eftir flutninga til Ítalíu. ,,Maður er bara í stuttbuxum og bol, það eru 28 gráður í lok október.“