Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United þarf ekki að óttast það að missa starf sitt samkvæmt frétt Sky Sports í gær.
Solskjær er í veseni með United, hann fór í breytingar í sumar sem hafa ekki virkað. Stjórn United mun halda áfram að styðja Ole Gunnar Solskjær, samkvæmt Sky Sports.
Solskjær sjálfur er þó ekki alveg viss um að framtíð sín sé örugg, samkvæmt enskum blöðum er hann farinn að óttast.
Þannig segja ensk blöð að Solskjær óttist rauða spjaldið, muni liðið tapa stórt gegn Liverpool í næsta leik.
Liverpool heimsækir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni eftir tíu daga, þar gætu örlög Solskjær ráðist.