Það er krísa hjá Manchester United, félagið er við fallsvæði ensku úrvalsdeildarinnar og Ole Gunnar Solskjær, virðist vera að keyra bílinn í þrot.
Solskjær er á sínu fyrsta heila tímabili, hann er að breyta stefnu félagsin og kúltur. Gary Neville kallar eftir því að Solskjær fái tíma.
,,Kaupstefna félagsins hefur verið vonlaus í mörg ár, þeir hafa verið út um allt. Stjórar með mismunandi stíl sem fá sína leikmenn inn, þeir verða að laga þetta. Kaupa rétta leikmenn, þeir fengu þrjár í sumar sem hafa gert það ágætt. Núna þarf fimm eða sex leikmenn,“ sagði Neville.
,,Liðið þarf miðvörð, vinstri bakvörð, tvo miðjumann, kantmann og framherja. Það þarf fimm eða sex leikmenn í hópinn sem kosta miklar fjárhæðir. Vonandi koma líka ungir leikmenn upp, það eru menn með hæfileika þarna.“
Talsverð pressa er byruð að myndast á stjórn United að reka Solskjær. ,,Stjórnin þarf að halda ró, þeir bera ábyrgð á vondri kaupstefnu, vondu vali á stjórum, velja þá og reka þá svo. Þeir hafa valið mismunandi stjóra, núna er Solskjær að fara í allt aðra átt.“
,,Ef þú breytir um stefnu á tveggja ára fresti, eyðir 250 milljónum punda í hvern stjóra. Þá endar þú í veseni.“