Grótta hefur rætt við Bjarna Guðjónsson, aðstoðarþjálfara KR um að taka við liðinu. Þetta herma öruggar heimildir 433.is. Ólíklegt er að hann taki við liðinu samkvæmt sömu heimildum en þó ekki útilokað.
,,Ég er sáttur þar sem ég er,“ sagði Bjarni í samtali við 433.is í kvöld en vildi að öðru leyti lítið segja.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, sagði upp störfum hjá Gróttu snemma í gær til að taka við Breiðabliki.
Bjarni hefur verið aðstoðarþjálfari KR í tvö ár og er sáttur í starfi. Grótta er komið upp í Pepsi Max-deildina í fyrsta sinn.
Bjarni hefur þjálfað bæði Fram og KR sem aðalþjálfari en hefur síðustu þrjú ár verið í starfi aðstoðarþjálfara. Afar gott orð fer af Bjarna í starfi og ljóst að fyrr en síðar mun hann taka við liði.
Halldór Árnason, sem var aðstoðarmaður Óskar hjá Gróttu er einnig á óskalista Gróttu um að taka við liðinu.
KR varð Íslandsmeistari í sumar en Rúnar Kristinsson og Bjarni stýrðu liðinu með frábærum árangri.