Martin Keown, sérfræðingur BT Sport og fyrrum leikmaður Arsenal er lítt hrifinn af Nicolas Pepe, dýrasta leikmanni í sögu félagsins.
Arsenal borgaði 72 milljónir punda fyrir kantmanninn í sumar, hann kom frá Lille í Frakklandi.
Pepe er einn dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hefur ekki byrjað vel.
,,Kemst Pepe í liðið í dag? Þetta er rosalegar upphæðir sem hann fær og Lille fékk, þeir í Frakklandi hlæja alla leið í bankann,“ sagði Keown.
,,Þetta er bara að byrja og kannski verður hann fínn leikmaður, ég hef samt ekki séð það sem ég átti von á.“