Miðjumaðurinn, Fred hefur lítið getað eftir að hann gekk í raðir Manchester United síðasta sumar. United borgað 52 milljónir punda fyrir miðjumanninn frá Brasilíu.
Hann kom frá Shaktar Donetsk og átti fast sæti í landsliðshópi Brasilíu. Hann gat ekkert á sínu fyrsta tímabili og byrjar illa í ár.
Margi velta því nú fyrir sér hvort kaupin á Fred séu þau verstu í sögu United. Verðmiðinn hár en hann virðist engu skila.
,,Hann er bara miðlungs er það ekki? Það er í raun það sem er hægt að segja, hvað getur maður sagt,“ sagði Michael Owen eftir slaka frammistöðu Fred gegn AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í gær.
,,Við höfum rætt um bestu stöðuna hans, ég held að það sé sexa en Hargreaves heldur að hann sé átta. Þegar við ræddum það, vorum við sammála að hann er slakur í báðum stöðum.“