Verið var að draga í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins nú rétt í þessu, en 16 liða úrslitin kláruðust í gær. Manchester City ætti að labba í gegnum næstu andstæðinga sem eru Oxford. Manchester United mætir Colchester sem hefur slegið út Tottenham og Crystal Palace.
Aston Villa mætir Liverpool og stórleikurinn er viðureign Everton og Leicester.
Leikirnir eiga að fara fram um miðjan desember en þá er Liverpool á leið á HM félagsliða.
Enska sambandið ræðir við félögin um að færa leikinn fram í byrjun janúar, annars hótar Liverpool að draga sig úr keppni.