Leikmenn Tottenham eru ekki sáttir við að koma fram í heimildarþáttum hjá Amazon, án þess að fá greiðslu fyrir.
Amazon er að gera þætti um tímabilið hjá Tottenham, allt er myndað og úr ættu að verða áhugaverðar þættir.
Umboðsmenn leikmanna Tottenham reyna nú að fá greiðslur fyrir þáttöku leikmanna, félagið vill ekki borga.
Félagið telur þetta vera hluti af samningum við leikmenn en umboðsmennirnir telja sig geta fengið peninga. Þættir Amazon hafa vakið mikla athygli.
Amazon fylgdi Manchester City eftir fyrir tveimur árum og úr urðu frábærir þættir.