David Ornstein, virtur blaðamaður hjá The Athletic hefur greint frá því hvaða stjóra Arsena skoðaði sumarið 2018, þegar Unai Emery tók við af Arsene Wenger.
Emery tók við Arsenal fyrir síðustu leiktíð en nú vilja margir stuðningsmenn Arsenal, reka Emery.
Þar segir að félagið hafi kannað stöðuna á Massimiliano Allegri, Mikel Arteta, Thierry Henry, Julen Lopetegui, Ralf Rangnick, Jorge Sampaoli og Patrick Vieira. Áður en Emery fékk starfið.
Þá hafi nöfn Antonio Conte, Eddie Howe, Maurizio Sarri og Brendan Rodgers verið á blaði en ekki neitt samtal hafi verið við þá.
Arsenal gæti rekið Emery ef ekkert breytist á komandi vikum en Ornstein segir að ekki séu allir að kaupa störf Emery, félaginu vanti leikstíl. Að ekkert plan sé í gangi undir hans stjórn.