Granit Xhaka, fyrirliði Arsenal, reif sig úr að ofan og sagði stuðningsmönnum liðsins að fara til fjandans í gær. Xhaka var tekinn af velli í leik gegn Crystal Palace og þá var baulað hressilega á miðjumanninn.
Unai Emery, stjóri Arsenal, viðurkennir að viðbrögð Xhaka hafi ekki verið ásættanleg. ,,Það sem Xhaka gerði var rangt. Við þurfum að halda ró okkar og tala við hann,“ sagði Emery.
The Athletic fjallar um málið og segist hafa heimildir fyrir því að Xhaka hafi farið heim, áður en leiknum lauk.
Þá segir þetta öfluga vefrit að þrír reyndir leikmenn Arsenal, hafi heimsótt Xhaka í gærkvöldi. Þeir vissu að þetta mál væri að gera honum lífið leitt, þeir vildu því mæta heim til hans og ræða við hann.
Ekki er ólíklegt að Xhaka missi fyrirliðabandið enda erfitt fyrir stuðningsmenn félagsins að sætta sig við svona framkomu, hjá manninum sem á leiða liðið.