Granit Xhaka, fyrirliði Arsenal, reif sig úr að ofan og sagði stuðningsmönnum liðsins að fara til fjandans í gær. Xhaka var tekinn af velli í leik gegn Crystal Palace og þá var baulað hressilega á miðjumanninn.
Unai Emery, stjóri Arsenal, viðurkennir að viðbrögð Xhaka hafi ekki verið ásættanleg. ,,Það sem Xhaka gerði var rangt. Við þurfum að halda ró okkar og tala við hann,“ sagði Emery.
Alexandra Lacazette, framherji liðsins hefur svo kveikt bál í þessu máli. Með hegðun sinni á samfélagsmiðlum.
Framherjinn líkaði við færslu um það að það eigi að reka Emery úr starfi og að Xhaka ætti að fara til fjandans. Það var þekktur stuðningsmaður Arsenal, Troopz sem setti frsluna inn.
,,Emery ég hef stutt við þig en núna er þetta komið gott,“ skrifaði hann meðal annars.
,,Xhaka getur farið til fjandans líka, vil ekki sjá hann í Arsenal treyju aftur,“ við þessa færslu setti Lacazetta, gott like og það hefur vakið hörð viðbrögð.